Sælir kattaunnendur!

Ég á kött sem er að verða 1 árs bara núna eftir ca. mánuð.
Undanfarið hefur eitthvað hvítt sem líkist flösu verið á feldinum hans. Fyrst hélt ég að þetta væri bara ryk en núna nýlega hefur þetta aukist.
Þetta sest á feldinn hjá honum og er alls ekkert fallegt.
Hefur einhver lent í þessu?
Ég er ekki alveg viss hvað ég eigi að gera, kaupa sérstakt kattaflösusjampó eða hvað. Ég veit ekki einu sinni hvort það er til.
Það verður líka óskaplega erfitt að baða hann því hann er alveg skíthræddur við vatn og hvæsir bara og klórar þegar maður reynir að baða hann eftir að hafa verið að ,,drullumalla" úti.
Gefið mér endilega ráð t.d. hvernig sjampó er best að kaupa eða þannig svo þetta geti farið af honum sem fyrst ;)
Kveðja,
Hegga