Þvagrásarstífla Ég ætla skrifa dálitla grein sem ég fann í blaðinu og gæti komið sér vel fyrir suma;)


<b> <i> Þvagrásarstífla - algengur kvilli meðal katta.</b></i>

Talið er að um 1-5% katta muni einhverntímann á ævinni þjást af þvagrásarstíflu. Mikilvægt er að þekkja fyrstun einkennin, því stíflist kötturinn lifir hann einungis í 48 tíma ef hann kemst ekki strax undir læknishendur og fær rétta meðhöndlun.

<b> <i> Lærðu að þekkja fyrstu einkenni. </b> </i>

Kötturinn verður órólegur, sleikir sig sífellt og lætur þvag á óvenjulegum stöðum. Oft á áberandi stöðum líkt og til að vekja athygli á vanlíðan sinni. Fyrstu einkenni svipa til blöðrubólgu hjá fólki, þ.e. sífellt þvaglát og sársauki. Fylgist með því hvort þvagið er blóðlitað.

<b> <i> Hvað veldur þvagrásarstíflu? </b> </i>

Stíflunni valda svokallaðir <b> Struvite</b> kristallar sem myndast og stífla þvagrásina. Sýrustigið í þvagrásinni skiptir hér mestu máli. Með réttu fæði má stjórna sýrustiginu og draga þannig úr stíflu. Of hátt magnesíumagn í fóðri er óæskilegt, einnig í eggjahvítuefnum sem eru t.d. rík í fiski, en þau hækka sýrustigið í þvaginu. Röng fóðurgjöf getur ekki valdið þvagrásarstíflu.
Mælt er með fyrir þá ketti sem eru í áhættuhóp að borða 9 Lives plus care þar sem það kemur í veg fyrir myndun<b> Struvite</b> kristallana og gefur kisunni þinni 100% fullkomna næringu og heilbrigt líf.

<b> <i> Fresskettir eru í áhættuhóp.</b> </i>

Bæði fress og læður geta fengið þvagrásartruflanir, en nær einungis fressinn fær þvagrásarstífluna sem gæti dregið þá til dauða. Ástæðan er sú að þvagrásin sjálf er mun þrengri hjá fressköttum en læðunni. Holdafar og góð hreyfing skiptir líka máli og því eru offeit dýr og einnig ófrjó dýr í áhættuhópi.

Farið vel með dýrin og hugsiði vel um þau…..

Kveðja,
Hegga