Hvernig leika ykkar kettir sér? Eða hvað er skemmtilegasti leikurinn þeirra?

Kötturinn minn er alveg sjúkur í loðnar mýs, skopparabolta, bolta (samt ekki of stóra), kínaprjóna, flugeldaprik, trjágreinar og margt fleira.. Hann kemur með þetta til mans eins og hundur og vill að mar hendi þessu, svo sækir hann þetta og kemur til baka :)
Einnig er hann sjúkur í plastið utan af sígarettupökkum, þetta sem mar notar til að “draga” allan hringin til að opna pakkan..
Síðan eru það póstteygjurnar.. elskar þær alveg, vest bara að hann étur þær oftast.. Hann var að leika sér með eina um dagin svo ég tók hana og setti hana utan um heftara, minn maður henti þá bara heftaranum í gólfið, beit í hann og labbaði með hann fram og setti hann í skóinn minn. Hann gerir mikið í því að setja dótið sitt ofan í skóna.

Síðan finnst honum mjög gaman í “dimmalimm” Mar horfir á hann og leið og hann lítur á mann þá horfir mar annað. og aftur og aftur.. hann læðist alltaf nær og nær og stoppar þegar mar lítur á hann, þar til síðasta skrefið, þá hoppar hann á mann..

Svo ef mar býr til svona kló á hendinna á sér og heldur fyrir ofan hann þá fara eyrun aftur, hann verður grimmur (ekki alvöru grimmur samt) og laumulega þá stekkur hann á hendina.
Virkaði vel þegar hann var yngri og léttari þá setti mar báðar hendurnar út og hann stökk í fangið á manni.

Svo er hann alveg sjúkur í að fara undir lök, sængur, teppi og láta mann leika við sig.. fyrir ofan það.. verður alveg spinnigal á því..

Svo fílar hann vel að láta leika við sig með leisernum, hann eltir hann endalaust og skilur ekki hvers vegna hann nær honum ekki :)

Svo finnst honum rosalega gaman að láta hlaupa á eftir sér, ekki skil ég afhverju.

Síðan hleypur hann að hurðinni og stekkur uppá hurðakambinn..

Það er gaman af þessu dýri :)