mig langar til að segja ykkur frá því að ég er að eignast nýja kisu.kannski ég ætti að byrja á því að segja að ég á eina 2. ára fyrir sem heitir villimey og hún er alveg yndisleg og rosalega mikill karakter.villimey er eðalborin húsköttur og alveg einstaklega falleg(hverjum finnst ekki sinn köttur einstakur)já en nóg um það ég er að kaupa mér kettling hjá bláskjár kattarækt og hún heitir depla. deplu fæ ég ekki afhenta fyrr en um miðjan mai en hún er búin að koma í heimsókn og þvílík upplifun.
hún kom í heimsókn með mömmu sinni og 2. systrum og það var fjör á þeim bænum. villimey leyst nú alls ekki á þetta uppátæki okkar að bjóða þeim heim,hún hvæsti,urraði og vældi svo að ég varð að loka hana inni á meðan. en ég ætla nú bara að vona að þetta komi til með að ganga því það að eignast persneskan kött er búið að vera draumur í mörg mörg ár. villimey ættti nú líka að vera vön að deila athyglinni með öðrum því að fyrsta árið sitt ólst hún upp með hundi og með tveimur öðrum köttum,en hefur reyndar verið ein síðasta hálfa árið.

nú bíðum við bara spent eftir að depla flytji til okkar og ég leyfi ykkur þá að vita hvernig gengur.
gaman væri að einhver segði frá svona reynslu þ.e.s að taka annann kött inn á heimilið
kveðja
sígauni