Kjúlli Ég ætla segja ykkur frá kjúlla… frábærasta ketti sem til er..

Ég og kærastan fengum hann um miðjan apríl fyrir ári, þegar við í hús í breiðholti þá var hann eini sem var eftir, konan sem var gefa þá skildi ekkert í því afhverju hann var eini kötturinn sem var eftir, þar sem henni fannst hann vera sætastur og mesti prakkarinn… sem er allveg satt hann er ennþá rosalegur prakkari, ég fékk að halda á honum fyrst, og hann var svo lítill með risa dúmbó eyru og hann passaði akkurat í hendurnar á mér. Ég held að ég hafi byrjað að dýrka hann strax.
Svo kom hann heim og hann var svo lítill í sér og svaf fyrstu dagana en svo byrjaðir þú að kanna svæðið og þá byrjaði fjörið, kjúlla tókst alltaf að vekja mann áður vekjara klukkan hringdi með því að sleikja mann til dauðs og naga tærnar á manni. Og þegar við út að labba með þig í bandi fyrst, mættum við stundum fólki og flestir stoppuðu og dáðust að því hvað þú værir flottur köttur og sætur og sumir spurðu hvort þú værir af einhveri sérstakri tegund af því að þú vart með svo stór eyru :) ég man líka þegar þú fórst út ALEINN í stóra heiminn þá leið ekki nema 1 klukkutími þangað til að síminn hringdi og þá var þú búinn elta fólk um bæinn í 20 mín. mjálmandi, og eftir það fórstu að skoða húsin hjá fólki og yfirleitt vildi það helst ekki skila þér, og þegar þú varst orðinn 5-6 mánaða hvarfstu í 3 daga, ég og lilja urðum svo hrædd um þig, svo var hringt í okkur og sagt að þú værir í góðum fíling á cafe ozio að háma í þig mat.
Svo þegar ég var að labba með þig upp skólavörðustíginn til dagfinnsdýralæknis þá kýlduru mig í framan með loppunni en ég fyrirgaf þér það, ég hefði örruglega gert það við einhvern sem væri að labba með mig í geldingu ;) en núna í dag þá ertu æðislegur, laus við macho stælana, og sætur í þér og ert alltaf til í að fá þér lúr með mér og lilju, og knúsar, kyssir mann, ert alltaf svo góður við litlu systkini lilju, og ég vorkenni þér alltaf þegar þessi 5 ára systir er að dröslast með þig um allt. En þú ert bestastur og ert uppáhalds fressið mitt :)
vonandi að við munum eiga langa samleið