Ég og kærastan mín eigum eins árs gamla læðu sem heitir Perla og við höfum átt hana síðan hún var u.þ.b. 6 vikna. Við eigum heima í íbúð á þriðju hæð í blokk og náttúrulega er Perla innikisa en hún þvælist voðalega mikið úti á svölum.

Málið er að hún Perla er voðalega mislynd og getur farið frá því að vera malandi og voðalega róleg í það að alveg spólandi út um alla íbúð og stökkvandi á mann og klórandi og bítandi.

Einnig er það þannig að þótt að það er yfirleitt ég sem er eitthvað að atast í henni Perlu þá þolir hún varla kærustuna mína, til dæmis er hún Perla liggjandi uppi í rúmi malandi og ég er að klappa henni og það er allt í lagi en þegar kærastan mín fer að klappa henni þá fer hún Perla í þvílíka vörn og bítur eða klórar kærustuna mína.

Alls ekki skilja þetta eins og hún Perla sé þvílíkur vargur af því að hún er það ekki, hún er oftast æðislega góð og þægileg. En það sem mig langar að vita er hvort þessi hegðun sé eðlileg eða hvort eitthvað sé að, af því að við dýrkum hana en þetta er svolítið leiðinlegt þegar hún þolir ekki kærustuna mína þótt að við höfum alltaf átt hana saman.