Ég man nákvæmlega þegar ég fékk kisuna mína.Það var þriðjudagur í seint í nóvember 2001. Mamma kom að sækja mig í ballet og við ætluðum til vinkonu hennar vegna þess að hún var nýbúin að eignast tvíbura. Og þegar við komum þarna þá sýnir vinkonan okkur kettlinga tvo sem voru eftir. Þetta var ást við fyrstu sýn ef það er hægt að orða það svoleiðis. Ljósgræn augu og mjúkur loðinn feldur. Svo sagði mamma að ég mætti velja einn. Ég stóð kyrr og starði á hana, ég hélt að hún væri að djóka. Ég hafði svo mörgum sinnum sagt hvað mig langaði í kött og ég var með kattaæði. Saumaði mynd af 2 köttum, prjónaði milljón ullarketti og gerði 3 þrívíddarmyndir af kettlingum. Svo fékk algjöra ást á Garfield. Klippti út myndasögurnar, safnaði bókunum um hann og svo framvegis. Svo sagði mamma, sem alltaf hafði verið á móti því að fá kött inn á heimilið, að ég mætti velja einn !!! Svo tók ég litlu elskuna mína í bleiukassa og bar hann útí bíl. Þetta var hamingjusamasti dagur í lífi mínu. Og svo eitt að lokum:
Vissuð þið að kettir leita alltaf til þeirra sem vilja ekkert með þá hafa, vegna þess að þeir sem vilja vera með þeim horfa alltaf á þá en hinir líta alltaf undan og köttum finnst ógnandi að það sé verið að stara á þá !!!!