Hæhó hugarar.
Mig langaði að segja ykkur frá því hvernig það kom til að ég eignaðist læðuna mína, hana Tisu.

Ég hef alltaf verið svona týpa sem má ekki sjá neitt dýr án þess að vilja taka það með mér heim og eiga það.
Ég var á irc sl. sept. og þá auglýsti einhver á opinni rás að hann væri að fara að lóga 3 vikna kettling, og ef að einhver hefði áhuga á því að taka hana þá sá hinn sami að hafa samband við sig.
Ég auðvitað rauk í msg og talaði við þennan mann, og jú hann var með pínulitla kolsvarta læðu sem hann hafði tekið að sér að lóga fyrir vin sinn.
Ég fór og sótti hana, þá var þetta pínulítið grey, skíthrædd og ekki búin að borða í 2 daga. Enda var bara þurrmatur og vatn í boði fyrir hana, en hún kunni ekki að lepja, hvað þá að tyggja mat.
Þegar ég kom með hana heim fór hún strax undir sófa og faldi sig þar í tvo klukkutíma, við létum hana bara eiga sig á meðan hún var að jafna sig, og ég skrapp út í apótek á meðan að kaupa sprautu til að geta komið einhverjum mat ofan í hana.
Hún kom undan sófanum eftir tvo tíma og ég gaf henni rjómbland með eggjarauðu útí, og hún var á þeirri fæðu í nokkra daga, svo fór ég að gefa henni smá fiskibollu, vel stappaða, og eftir 2 vikur var hún farin að geta borðað þurrmat fyrir kettlinga.
Ég ætlaði aldrei að eiga þennan kött, en hún er gersamlega búin að sjá til þess að við munum aldrei geta látið hana frá okkur, hún er svo yndisleg og góð.
Hún situr í dúkkuvagninum og leyfir börnunum sem eru 4 ára og 1 árs að keyra sig um íbúðina, og kúrir svo hjá mér á kvöldin að horfa á sjónvarpið með mér.

En ég sé mikið eftir því að hafa ekki spurt mannin sem gaf mér kisuna hvernig stóð á því að 3 vikna gamall köttur var á vergangi en ekki hjá mömmu sinni, og hvort að hún hafi átt fleiri systkyni sem voru í jafn slæmum málum og hún var í á þeim tíma sem ég fékk hana.

Í dag er þetta hress og spræk læða sem vill allt fyrir mann gera, hún er samt rosalega hrædd við alla sem koma í heimsókn og felur sig vanalega, en hleypur samt alltaf til dyra eins og hundur þegar bjallan dinglar .. furðulegt.

Vona að ég hafi ekki drepið ykkur úr leiðindum með þessu, en endilega segið mér hvernig þið eignuðust ykkar ketti.

Zallý
———————————————–