á maður að setja hann út ? Kötturinn minn vælir og vælir, honum langar svo út… fluttum fyrir viku sko og hef heyrt að það sé best að hafa þá lengi inni t.d. 3-4 vikur til að hann fatti að hann eigi heima þarna. En ekki á gamla staðnum. Þessi kisi er útikisi og hefur verið það frá því hann var 3-4 mánuða, reyndar búið að gelda hann en hann vil samt fara út í 2-3 klukkutíma á dag. hvað á ég að gera ? hleypa honum út ? í bandi ? tjóðra hann við staur garðinum svo hann rölti ekki e-ð í burtu þefandi af öllu og svo áður en hann veit af, er hann týndur og ratar ekki heim. ég er með 2 aðra ketti sem ég hef engar áhyggjur af, því að læðan er með kettlinga og fer ekki langt frá þeim og hinn fressinn er algjör inni kisa og mjög taugaveiklaður, og mundi því aldrei þora að fara meira í burtu en5 metra frá útgönguleiðinni.