Sælir samhugarar.
Það er svolítið sem ég hef verið að hugsa um undanfarið, og sú hugmynd lítur alltaf betur og betur út í kollinum á mér.
Ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en ég ætla allavega að bera þetta undir ykkur og sjá hvað þið hafið til málana að leggja.

Mér finnst að það eigi að banna lausagöngu katta í Reykjavík, ég á sjálf kött sem ég hef haft inni, og sá köttur virðist ekki hafa borið neinn skaða af því.
Hún fer út í ól en oftast situr hún sátt úti á svölum og skoðar mannlífið.

Ástæðurnar fyrir því að ég vil láta banna lausagöngu katta eru margar og ég ætla að telja þær upp hérna.
Í fyrsta lagi tala ég sem mamma, ég á börn sem leika sér í sandkössum, og ég hef lent í því oftar en þrisvar sinnum að þau séu að moka kattaskít ofan í fötuna hjá sér.
Mann hryllir við þá tilhugsun að sum börn éta sand og þarafleiðandi hland og skít úr misvel ormahreinsuðum köttum.
Í öðru lagi eru það breimandi kettir og slagsmál og breimandi læður, þetta heldur oft fyrir manni vöku þegar að þeir eru eitthvað að kljást úti, eða jafnvel að slást.
Læðurnar koma án efa oft kettlingafullar heim vegna þess að sumir eigendur hirða ekki nógu vel um að gelda kettina sína eða að gefa læðunum pilluna sína.
Það fer því miður oft illa fyrir kettlingum, oftar en ekki er þeim hent út á guð og gaddinn, og maður hefur heyrt að þeim sé drekkt eða lógað heima við.
Ef ekki þá er jafnvel fólk að taka þá að sér sem gerir sér enga grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að eiga gæludýr, og jafnvel hendir þeim út þegar að þeir hætta að vera “litlir og sætir”.
Í þriðja lagi, það er alltof oft keyrt á ketti, þeir eru stundum skildir eftir helsárir í götukantinum, og sumir eru ómerktir, sem þýðir að það er ekki hægt að láta vita að kötturinn þeirra sé dáinn.
Í fjórða lagi þá fara sumir kettir, alls ekki allir samt, inn til fólks og gera sig mjög heimakomna þar, jafnvel sofa þar inni í sófa á meðan húseigandinn er í vinnu eða ekki heima, eða merkja sér svæðið með tilheyrandi lykt, sem er nota bene mjög sterk.

Ég man ekki eftir fleiru ákkúrat núna, en ég vil taka það fram að mér er mjög annt um ketti og önnur dýr. En ég sé ekki muninn á hundahaldi og kattahaldi, afhverju er lausaganga hunda bönnuð en ekki lausaganga katta ?
Mér finnst ég eiga fullkomin rétt á því að geta sent börnin mín út á róló án þess að þurfa að vakta hverja einusti skóflu sem þau moka upp af sandi.
Mér finnst það líka sjálfsagt að geta sofið án þess að kettir breimi fyrir utan gluggann minn eða komi inn til mín.
Og mér finnst að fólki sem er annt um kettina sýni ætti að hafa þá inni, það er óvandað fólk á ferli útum allt sem getur gert þeim mein, eða einhver gæti keyrt á þá fyrir slysni.
Ég veit líka að það er ekki hægt að taka kött sem er vanur útiveru og skikka hann til að vera inniköttur, en ég bið ykkur sem eiga kettlinga sem eru ekki farnir að fara út eða fólk sem er að hugsa um að fá sér kött að hugsa aðeins um þetta ..

Hvað finnst ykkur um þetta ?

*Mjá* Zallý :)
———————————————–