Þannig er mál með vexti að við fjölskyldan vorum að fá nýjann einstakling inná heimilið í gærkvöld.
Þessi litla elska verður 2 mán þann 3.febrúar og er kolsvartur, loðinn högni, sem hlaut nafnið Hnoðri.

Við erum öll svo að springa úr monti og stolti yfir nýjasta fjölsyldumeðlimnum, sér í lagi vegna þess að hann tók okkur og nýja heimilinu sínu svo vel. Reyndar er honum ekkert of mikið um það þegar 3ára sonur minn er að burðast með hann og knúsa hann, en það venst og við fylgjumst árvökul með og pössum uppá að hann sé ekki “of góður” við Hnoðra litla.

Því miður á ég ekki digital myndavél, svo myndirnar af honum sem við erum búin að taka verða að bíða betri tíma.

En ég verð þó að viðurkenna fyrir ykkur að ég hef ekki átt kisu frá því ég var lítil stelpa, svo ég veit ósköp fátt um umhirðu þeirra, og eins hvenær er tímabært að gefa þeim þurrfóður svo líka það hvað þau þurfa að vera gömul/ung þegar þarf að “vana” þau.

En ég veit að þetta á allt eftir að ganga vel með ykkar hjálp og annarra. Svo ekki sé nú minnst á dýraspítalana og öll kattavinafélögin.

En ég mátti til að deila þessu með ykkur.

Kv. Sheena