Mig hafði langað í kött svo lengi, við erum að tala um meira en 1 og hálft ár hérna.
Hafði suðað eins mikið og hægt var í kærastanum mínum um hvað mig langaði í kött og hvað við hefðum alveg gott af því að fá eina litla inn til okkar.

Hann neitaði mér alltaf, en samt sem áður eitthverra hluta vegna, hélt ég í vonina, vissi ekki afhverju ég gerði það. En samt sem áður gerði ég það.

Það var orðinn svo langur tími sem leið og var kominn tími til að fara í réttir í Borgarfirði.
Svo við fórum þangað og fórum í leiðinni í heimsókn til frændfólks hans..

Þar var köttur sem hafði verið að gjóta 4 kettlingum bara 3 vikum áður. Þeir voru gullfallegir, hver einn og einasti! það segji ég þér!

Þessi löngun blossaði svo upp og ég fór strax að biðja um kött á ný… Hann svaraði engu og klappaði þeim bara.

Á þeirri stundu gafst ég upp… ég vissi að ég myndi aldrei fá kött.. að minnsta kosti ekki meðan við byggjum á þessum stað.. svo ég ákvað að hætta að suða um þetta og bara þegja…

Það styttist í það að við þyrftum að fara fara svo ég ákvað að fara út að klappa folaldinu sem var þarna fyrir utan.

Hann ákvað að staldra aðeins lengur við hjá fólkinu og koma svo bara og pikka mig upp. Sem hann gerði, svo leggjum við afstað og ökum að réttunum.

Í bílnum tjáir hann mér að ég ætti einn frátekinn þarna ef ég vildi…

ég LJÓMAÐI AF GLEÐI! en samt sem áður trúði ekki eigin eyrum!!!

Spurði hann hvort hann væri að segja satt, hann játti því og brosti.

Svo við kláruðum réttirnar og fórum heim. (þetta s.s. gerðist á laugardegi)

Daginn eftir spyr hann mig hvort við ættum ekki bara að leita að öðrum ketti þarsem mig langaði í kolsvartann kött… og hann var ekki að finna í Borgarfirði.
Sem ég samþykkti.

Við förum að leita að auglýsingum og finnum nokkrar..

En annaðhvort svaraði fólkið ekki, kettlingarnir voru farnir eða eitthvað annað kom uppá.

Þangað til við hringjum í eina sem bjó á Sandgerði, hún svaraði og bauð okkur að koma og kíkja á þá.

Þetta var löng ferð fyrir fólk sem býr í Mosfellsbænum, en vel þess virði.

Þegar við komum þangað vísaði hún okkur upp stigann hjá sér og við sáum kettlingana.
Þeir voru gullfallegir og flest allir gullfallegir!

Ég fékk einn fress í hendurnar og sá strax að hann var klunnalegur og sætur, en á hinnbóginn ekki að samþykja mig.
Svo fékk ég að klappa hinum og þessum, þangað til ég tók fagra læðu upp og knúsaði hana.
Hún var sú rétta, ég vissi það strax!

Svo ég sagði að ég væri búin að velja mitt val!

Við töluðum smá saman og ég fékk að vita aldurinn hennar, hún átti að eiga 7 vikna afmæli daginn eftir:)

Við þökkuðum fyrir okkur og keyrðum heim og sýndum henni svo nýja heimilið og fjölskylduna (sem er ég og minn maður).
Hún vandist strax og var bara þræl dugleg að gera þarfir sínar í kassann sem við gáfum henni.

Hún var ekkert feimin né óörugg og enn þann dag í dag er hún bara sú hressasta.

Við höfum hugsað vel um hana þó við höfum varla átt hana í 2 vikur.

Sá Núna í fyrradag að hún var að fá eitthvera sýkingu, svo við fórum strax til læknis í morgun og létum athuga með hana.

Hún var sprautuð fyrir ormum og fékk sýklalyf svo núna verðið þið að vona með mér að henni batni sem fyrst:)

En við hugsum eins vel um hana og við getum!

Og elskum hana mest í heimi!


Takk fyrir lesninguna og ég vona að þú hafðir jafn gaman að lesa hana og ég að skrifa hana! :)
~ Systematic, Sympathetic