Sýningar Texti sem ég samdi, ætla rétt að vona að hann allur sé réttur, annars er kötturinn minn sem ég á núna ekki sýndur, en ég átti kött sem var sýndur einu sinni sem kettlingur og var í öðru sæti. Hún lifði bara í 5 mánuði, svo að hún er ekki sýnd lengur, sem betur fer ;/

Sýningar kynjakatta eru haldnar fjórum sinnum á ári, tvær haustsýningar og tvær vorsýningar. Þangað mæta margir tuga katta af öllum stærðum og gerðum. Kettir sem mæta á sýningu eru flokkaðir eftir feldi, þá síðhærðum, hálfsíðhærðum, snögghærðum og fleirum. Kettir eru líka flokkaðir eftir aldri, kettlingum, eldri köttum svo eru þeir líka flokkaðir sem geldingar. Kettir sem eru gallaðir, þá kannski vantar eina tá, skottið skrítið, eða fleiri gallar fá færri stig og því minni möguleiki á að ganga vel. 1 köttur vinnur bláan borða, annar rauðan og sá 3. gulan. Kettir vinna líka borða fyrir margt annað. Kettirnir eru dæmdir eftir dómurum sem dæma köttinn eftir sinni tegund.
Hjá skógarköttum er t.d. flott að vera með svolítið stór eyru, mikil “eyrnahár”, síðan feld, langt skott, langar fætur og sterkar, hátt enni, þríhyrningslagað höfuð og margt annað.
Hjá öðrum köttum er flott að vera með sem minnstan feld, stuttar fætur, lítið eða ekkert skott og margt annað sem mér finnst rosalega skrítið og stundum ljótt.
Kötturinn þinn gæti orðið meistari á fáeinum sýningum sem hann verður þá að standa sig mjög vel á Sýningar snúast mest um að vera með flottasta köttinn, ná sem hæstum titli og VINNA Til að geta farið með kött á sýningu verður þú að borga 10.000 kr. fyrir lítið búr, samt stórt og meira fyrir þau stærri. Kötturinn verður líka að vera búinn að fara í heilsuskoðun til að hann smiti ekki aðra ketti, en það kemur fyrir að fárveikur, dauðvona köttur komist inn og mér finnst það fáránlegt
Á sýningum getur þú keypt ýmsa hluti, mat og ketti, frá kattholti eða ræktendum.
Ef þú átt tvo ketti sem þú vilt sýna, en vilt bara að einn þeirra fari til dómnefndar getur þú borgað örlítið fyrir annan köttinn og fullt fyrir hinn, en þá verður annar kötturinn félagsköttur, þá er bara dáðst af honum, hann fer ekki til dómnefndar. Það er líka stundum gert til að flotti kötturinn fái félagsskap.

Ef þú vilt vita meira, spurðu bara!