Ég fékk mér kettling fyrir 2 vikum, og núna er hann c.a 10 vikna. Það er frábært utan við það að hann er alveg kolbrjálaður, hann bítur allt sem kemur nálægt honum og festir klærnar í öllu, ef ivð erum heima hjá honum þá getur hann ekki verið rólegur, hann er alltaf á varðbergi og stekkur til eins og það sé eitthvað að pirra hann. Er þetta venjulegt hjá ketlingum eða hvað. Ég hef aldrei átt kött þannig ég veit ekkert hvort kettlingar séu bara svona. Gæti þetta verið af því að hann er einn heima meðan ég er í skólanum frá 8-5. Hann pissar líka alltaf í rúmið mitt á morgnanna meðan ég er að taka mig til í skólann, þá stekkur hann upp í rúm og pissar, hann pissar alltaf í sandinn sinn nema þegar að einhver er hjá honum.
Brostu framan í heiminn og hann mun brosa framan í þig…..