Ég fór með köttinn minn Mikka sem er svartur og hvítur 4 ára högni til dýralæknis þann 17. nóvember síðastliðinn, hann var að fara í bólusetningu og ormasprautu. Hann var svo ótrúlega hræddur hjá dýralækninum að hann urraði svo á hann, mér fannst svo skrítið að sjá hann svona því hann hefur aldrei sýnt kló né bitið á ævinni. Þetta var líka bara í annað sinn sem hann hefur farið til dýralæknis og enginn hefur gaman af því að fara til læknis, þannig engin furða að hann hafi verið hræddur og líka eftir frekar langa bílferð. Ég fór með hann og mömmu hans til dýralæknis á sama tíma til þess að nýta ferðina til Keflavíkur, og þurfti því að fá lánað búr hjá bróður mínum til þess að geta farið með báða kettina og læsingin á því búri var eitthvað smá brotin. Þegar við vorum komin út úr dýralæknastofunni og á leiðinni í bílinn þá stökk Mikki á lokið í búrinu og hann slapp þá út og við reyndum eins og við gátum til þess að ná honum en hann var svo hræddur að hann hljóp og hljóp svo hratt að við gátum ekki náð honum. Þetta gerðist við dýralæknastofuna á Fitjum í Njarðvík, en það er mjög líklegt að hann sé kominn til Keflavíkur núna og því miður þá búum við ekki í Reykjanesbæ þannig að hann mun aldrei komast labbandi til okkar. Við höldum enn í vonina og ætlum ekki að gefast upp því maður hefur heyrt svo margar sögur um ketti sem hafa fundist eftir 5 ár og jafnvel meir :) og ég vona bara að hann eigi eftir að finnast.. Við förum til Keflavíkur eiginlega á hverjum degi til þess að leita af honum.. Hans er sárt saknað og sérstaklega mamma hans sem skilur ekkert í því að hann kom ekki heim frá dýralækninum þegar þau fóru þangað saman og því erum við með fundarlaun (15.000 kr. jafnvel meir) fyrir þann sem finnur hann eða þá hefur hringt og gefið okkur réttu upplýsingarnar.. Síminn hjá okkur er 695 8312, endilega hringið ef að þið sjáið til hans allar upplýsingar vel þegnar. Höfum auglýst eftir honum á nokkrum stöðum og höfum fengið hringingar héðan og þaðan og þegar við komum á staðinn þá er hann farinn, þannig að endilega reynið líka á ná honum, hann er mjög blíður köttur og kemur oftast til manns ef maður kallar á hann Mikki og fer varlega að honum.. Hann er ekki með neina ól, því hann er einn af þeim sem tekur hana alltaf af sér, en hann er örmerktur.. Langar að láta mynd fylgja með því það er svo mikið til af svörtum og hvítum köttum en hvernig minnkar maður mynd, það kom bara að myndin væri of stór? En það sem er einkennandi við hann að hann er með alveg hvítar fram lappir nema það eru tveir litlir eins svartir blettir á báðum fram löppunum. Hann er líka alveg svartur á bakinu og skottið er líka alveg svart.. En það eru allar upplýsingar vel þegnar, vona svo innilega að hann finnist..