Kötturinn er fremur lítið spendýr, lágfættur, með langa rófu. Höfuðið er hnöttótt, ennið lágt, trýnið stutt, en kinnbeinin mikil, svo að andlitið verður mjög kringluleitt. Augun eru stór og vita mikið fram, litan er gulgræn, og ljósopið er lóðrétt rifa í mikilli birtu, en kringlótt og stórt í lítilli birtu. Eyrun eru stór og víð, nasirnar smáar, fremst á snjáldrinu. Munnurinn er lítill, en getur þanist út(t.d. þegar kötturinn geispar). Sjást þá í honum tennurnar, 6 smáar framtennur, 2 stórar, hvassar og bognar vígtennur og nokkrir beittir og skörðóttir jaxlar í hvortum skolti. Á efri vörinni eru löng veiðihár(kampar). Þau eru skynjunarfæri, sem kötturinn hefur gagn af í myrkri. Hálsinn er fremur stuttur, sívalur og miðlungsdigur. Bolurinn er því næst sívalur( lítið eitt þunnvaxinn) og mjög svegjanlegur.

Fæturnir (útlimir) eru fjórir og allir fremur stuttir, framfæturinir þó nokkuð styttri og grennri en afturfæturnir. Á fótunum eru loppur, með stuttum tám, og á þeim allstórar, hvassar, bognar og þunnvaxnar klær, sem kötturinn getur ýmist teygt út eða dregið inn, en sjálfar tærnar eru stirðar, og getur engin þeirra gripið á móti hinum (Sbr. Hönd á manni og apa). Undir hverri tá er mjúkur, hárlaus, gangþófi og auk þess einn stór fyrir aftan hina. Þegar kötturinn gengur, hvílir þungi hans aðallega á tánum (gangþófunum), en úlniður og hæll (hækill) eru alveg á lofti; þess vegna er hann kallaður táfeti. En dýr, sem ganga á allri ilinni, nefnast ilfetar (t.d. birnir). – Rófan er long og mjó. – Kötturinn er því nær allur hærður og hárið mjúkt, slétt og í meira(lengra) lagi og nokkurn veginn jafnmikið um allan líkamann. Veiðiháranna var getið áður. Liturinn er ýmiss konar. Að innra skapnaði er kötturinn ( eins og önnur spendýr) í flestu tilliti líkur manninum.

Þar er beinagrind til stuðnings, vöðvar til hreyfinga, meltingarfæri (t.d. magi og þarmar) til þess að taka á móti fæðunni og vinna næringuna úr henni, æðakerfi til þess að flytja næringu og lífsloft um líkamann, taugakerfi til skynjunar og stjórnar á hreyfingum o. fl. Þar sem eitthvað af þessu er verulega frábrugðið í öðrum spendýrum, verður þess getið sínum stað. Kötturinn fæðir unga. Þeir eru mjög ósjálfbjarga fyrst í stað, og verður móðirin því að annast þá, verma þá og næra. Á kviði hennar eru nokkrar kúlur, er nefnast einu nafni júgur. Á því að spenanir, enn á hverri kúlu. Það eru mjúkar húðtotur, með göt á endanum. Úr þeim sjúga ungarnir mjólk, sem þeir nærast eingöngu á first í stað. Nafnið spendýr er dregið af spenunum. Spendýraflokknum er eins og öðrum dýraflokkum skipt í ættbálfa, ætti o. s. frv.

Úr bókinni Dýrafræði.
Plempen!