Nóra litla kisan mín er búin að vera með augnsýkingu síðan í febrúar og búin að vera á hinum ýmsu lyfjum, bæði dropum í augað og einhvern lög sem ég sprautaði í munninn á henni.

Í dag var mér hætt að lítast á blikuna þegar eftir tvær vikur af dropum og hinsveginn var ekkert að gerast. Einnig vildi hún lítið borða og svo er hún búin að vera slöpp upp á síðkastið.

Ég fór með Nóru til læknisins, ákvað að labba með hana þar sem kallinn var með bílinn en það var einhver versta hugmynd sem ég hef fengið. Nóra er útikisa en samt greinilega ekki vön nið bæjarins þar sem hún heldur sig alltaf hérna nálægt. Ég labbaði með hana yfir skólavörðuholtið til Dagfinns dýralæknis og litla greyið skalf og skalf! Á leiðinni hittum við kisa sem Nóra urraði vel á og hélt svo áfram að skjálfa. Þegar við loksins komum til doksa var kisa litla í hálfgerðu sjokki, í total hárlosi sem fylgir + miklum skjálfta.

Læknirinn skoðaði hana og gaf henni enn eitt lyfið, núna augndropa sem ég á að setja í augun í tvær vikur. Ef ekkert verður búið að lagast þá, verður tekið sýni úr auganum og það ræktað og reynt að komast að hvað er að.

Vonum það besta. :)
Just ask yourself: WWCD!