Þannig er mál við vexti, að ég á tvo ketti, eina hef ég átt í nokkur ár og hina “ættleiddi” ég til að koma henni frá því að vera lógað.

Ég ætla að skrifa smá um aðra kisuna…


Aðalbjörg Ekidía:
—————–
Hún Abba mín er algjört yndi, reyndar… þá er hún ekki mín, heldur ég hennar. Jamm, þessi köttur er með stórmennskubrjálæði og ég er viss um að ég hefði ekki líkamlega yfirburði yfir henni væri hún búin að drepa mig oft og mörgum sinnum.
Það er svona “húsbóndastóll” inni í stofu, sem að ég er búinn að eigna mér og stundum þegar ég er búinn að sitja í honum í þónokkurn tíma, kemur Abba og… tjahh, ræðst á mig. Bítur mig helvíti fast í tærnar svo að ég neyðist til að víkja frá, færa mig í lélega sófann og hún stekkur í hægindastólinn, stolt eftir sigurinn.

Hún fann Akkilesarhælinn minn fyrir nokkru, tærnar á mér… svo þegar hún vill eitthvað bítur hún í tærnar á mér og ég neyðist til að þóknast vilja hennar.

Á morgnana vekur hún mig stundum með því að opna hurðina í herberginu mínu (hún gerir það með því að nota líkamsþungann, því að það er ekkert handfang eða eitthvað sem að heldur hurðinni fastri), skríður undir sængina mína, og bítur mig í einhvern viðkvæmann stað… tærnar, nefið eða eyrun. Þá veit ég að matardallurinn er tómur, svo ég drattast á fætur og labba inn í eldhúsið þá byrjar malið og purrið og allt í einu er ég orðinn vinsælasti gaurinn í húsinu, ég fylli dallinn og þá hef ég uppfyllt skildu mína… hún snýr rassgatinu að mér og byrjar að éta, það er svona hennar aðferð til að segja “ég hef fengið mitt, þú mátt hypja þig núna”.

Ég kúldra hana Öbbu dáltið mikið, ég er eitthvað svo mikill knúsari… alltaf þegar að ég er að horfa á imbann, þá leita ég að henni öbbu minni, ríf fram sængina og planta mér í húsbóndastólinn með hana öbbu. Það er svo þæginlegt að hafa hana, hún er svo heit og mjúk og malar svo mikið :P

Abba hnerrar vægast sagt einkennilega, ég hef ekki ennþá vanist því þó að hún hafi gert þetta öll þessi ár… stundum þegar að ég er að klappa henni þá byrjar hún að anda asnalega… óreglulega og eitthvað… og alltíeinu hnerrar hún, með svona rosalega krúttlegu “tsjú” hljóði… en krúttlegheitin ná ekki lengra heldur en það, því að ég á þessum tímapunkti er kominn með ónáttúrulega stóra kattahors klessu á andlitið!

Oftast sefur hún abba uppí hjá mér… Alveg óþolandi, það mætti halda að hún væri með njálg… hún er ALLTAF að skipta um stað, eða eitthvað að koma sér fyrir…

Mamma reynir á hverjum degi að sannfæra mig um að losa okkur við kisurnar, Öbbu aðallega… því að hún er alltaf að skemma eitthvað, hún er dáltið “bústin” eins og mætti segja og óliprasti köttur allra tíma, stekkur á milli bekkja og blómavasa og neglir öllu niður, það er ekki stakur blómavasi í stofunni sem að hefur ekki dottið þónokkrum sinnum.

… ég dýrka þennan kött ónáttúrulega mikið ^^ … einhvernegin er það þannig, að því meira sem að hún gerir af sér, því skemmtilegri er hún.