Ég var að lenda í því að kötturinn minn missti allar klærnar á afturfótunum! Ég skil ekkert í þessu! Við sáum hann missa eina kló um daginn og þá tókum við eftir því að það vantaði aðra, en svo núna allt í einu, um helgina, tókum við eftir því að hann var stokkbólginn á öðrum fæti og blæddi úr. Svo við fórum með hann til dýralæknis og hann sá að það vantaði allar klær á afturfótunum!!! Þá er kötturinn minn búinn að vera að missa klærnar hverja á fætur annarri síðasta hálfa mánuð! Dýralæknirinn skildi ekkert í þessu, hvað gæti hafa komið fyrir eða neitt og var mjög undrandi. Við þurftum svo að skilja aumingja kisa eftir uppi á spítala, því að nýju klærnar, sem voru farnar að vaxa aftur, uxu skakkt og það þurfti að svæfa hann á meðan væri verið að gera að þessu, því það er svo sárt fyrir greyið og svo varð hann líka að fasta í sólarhring. Ég skil ekkert í þessu og get ekki ímyndað mér hvað gæti hafa komið fyrir, nema kannski að hann spyrnir sér þegar hann stekkur inn um gluggann. En afhverju missti hann þá ekki klærnar fyrr? Og hvers vegna kemur þetta þá ekki fyrir aðra ketti sem fara inn og út um glugga? Við eigum annan kött líka, en það er ekkert vandamál með hann og hans klær. Hafa fleiri lent í þessu en ég? Dettur einhverjum í hug hvað í ósköpunum gæti hafa komið fyrir!? Þetta er ósköp venjulegur fressköttur sem fer aldrei langt frá húsinu eða neitt, mjög friðsæll og gæfur. Ég bara skil þetta ekki!