Þegar ég fékk mér kött hélt ég kannski að kötturinn yrði ekki svona mikið “needy” því þegar ég kom úr skólanum þá var sko bara læti þvílíkt mjálm, ég þurfti stundum að halda furir eyrun því minn köttur er undarlega mikið falskur… Svo tók ég hana upp og hún byrjaði strax að mala og sleikja mig eins og brjálæðingur svo ég þurfti nánast alltaf að fara í sturtu þegar ég kom heim…:P
Sko svo fluttum við og Cleo byrjaði að vera meira fyrir sjálfa sig og var aðeins rólegri á kattarslefinu.
Svo fengum við okkur lítinn fjörugan hlunk (hund) sem er og var tvöfalt stærri en Cleo sem er og var ennþá kettlingur,sko þetta byrjaði smám saman fyrir Cleo breytingarnar, eins og karfan hennar var eina personal space-ið hennar fyrir utan búrið hennar sem hún vill ekki mikið vera í, og kemur þá ekki hundurinn byrjar að naga körfuna og svo steinsofnar hún í henni, nú þegar hún er orðin svo stór Týra (hundurinn) þá passar hún ekki lengur í körfuna og hún liggur með alla fætur í loftið hún lætur það ekkert á sig fá reyndar þótt hún sé að eyðileggja körfuna, sem hún reynir ennþá að sofa í Cleo er þó ennþá svolítið crazy þótt Týra sé hjá okkur.
Cleo gerir svolítið sem öllum finnst svolítið svolítið brjálæðingslegt, hún nebbnilega situr meðan við kannski stöndum og hún er með skottið á fullu og einblínir á fæturnar okkar, svo stundum sleikir hún útum sem er svolítið freaky og svo stekkur hún á fæturnar á manni og heldur utan um þær og eiginlega gerir eins og hún sé að sjúga mann, frekar ógeðslegt.
En þegar hundurinn kom byrjaði Cleo líka að láta eins og hundur t.d. Þá leggst hún oft á bakið g biður eftir að einhver klappi henni á magann en þegar einhver beygir sig niður til að klappa henni annað hvort hleypur hún í burtu eða ræðst á hendurnar á manni, (ekki eins og Týra gerir reyndar) og svo eltir hún mann um allt stundum þegar Týra er ekki, og Týra gerir það oft að elta mann. Mig langaði bara að deila þessu með fólki og ef einhver á kött sem lætur svona skringilega endilega skrifa álit..:D