Sko ég á tvo ketti, fiska og hund…Hundurinn hefur mikinn áhuga á því að vera merkilegur eins og kettirnir og virðist ætla að gera allt eins og þeir. Kettirnir eru voða skondnir…þegar maður fer að sofa þá koma þeir oft og ræna af manni öllum koddum og ná einhvernveginn lævíslega að íta manni af þeim s
vaknar er maður með svaka hálsríg og bakverk..en hundurinn hann fær að sofa uppí hjá mér því hann er svo prúður og stilltur, en nei..hann er líka byrjaður á þeim óþolandi ávana að taka alla kodda og láta mann fá bakverk. Það er auðvitað alveg yndislegt að einhver snillingur hefur fattað uppá hundabúri en því miður hefur hundurinn fundið einhverja ótrúlega aðferð við að opna búrið sjálfur.

Kettirnir elska fiskamat, og ég gef þeim stundum að smakka en er farin að sjá verulega eftir því af því að annar þeirra er byrjaður að reyna að opna dolluna sjálfur en þar sem hann er köttur, veltir hann henni niður á gólf þegar ég er ekki heima og hundurinn kemur hlaupandi alveg himinlifandi því að nú getur hann gert eins og kötturinn, borðað fiskamat. Hann er nýbúin að hella öllum fiskamatnum úr dósinni og éta hann en nagaði síðan dósina sjálfa þar til hún varð að einni klessu(eftir að kötturinn velti henni á gólfið)

Fjölskylda mín hefur þann vana að gefa bæði hundi og köttum Túnfisk úr dós á kvöldin og finnst þeim þetta alveg ótrúlega góður matur. Þegar hundurinn sem étur fimmfalt hraðar en kettirnir er búinn með sinn reynir hann að éta allt frá köttunum ef maður stoppar hann ekki. Kettirnir eru ekki ánægðir með þetta og missa alla matarlyst.

Ef hundurinn ætlar eitthvað að abbast uppá kettina slá þeir til hans með annari framloppunni og flýja síðan uppá stól. Ef maður svosem nálgast hundinn með hendinni þá slær hann til manns…það er skondið en ég nýti mér það við að gefa five….

jæjja… það er margt skondið með fyrirmyndir hunda og katta en þetta finnst mér sanna að kötturinn er ágætis fyrirmynd fyirir hundinn;)