Halló, Korkur er kisinn minn og er rosa sætur hann er 1árs. Þegar kisi var lítill þá bjó hann hjá kalli í götunni okkar og einn dag þá fór kallinn til útlanda og gleymdi að setja opinn glugga á húsið sitt því það var ekki kattarlúa, svo voru margir krakkar í götunni að labba í hús og spurja hver ætti hann, en eftir nokkra daga þá sá ég hann sofandi í snjóskafli og það var ískalt ég sá að hann var rosa horaður og lítill og tók hann inn og setti hann í teppi og svo gaf ég honum mjólk að drekka svo kom kallinn heim eftir 1 mánuð og við sáum að hann væi kominn heim og við spurðum í allri götunni hver ætti hann og kallinn sagðist eiga hann og ég lét kisa inn til mannsinns og kisi var búinn að venjast okkur svo hann kom alltaf á hverjum degi til okkar, og svo var maðurinn að fara flytja út á land og hann sagðist að við mættum eiga hann ef við viljum því maðurinn var svo gamall, svo tókum við kisa að okkur og létum hann heita Kork. En nú er hann ángæður og fær jólagjafir og afmælisgjafir og á öllum sérstökum hátíðum. Fyrirgefiði að ég sé ekki með mynd en ég á mynd bara þær eru of stórar.
Plempen!