Undarfarið hefur litla innikisan mín hún Jasmín tekið upp á því að fitna. Um daginn fór ég með hana í sprautu og þá sagði dýralæknirinn að miklar líkur væru á að hún væri kettlingafull. Það fyndna er að hún er inniköttur og einu tengslin sem hún fær við aðra ketti er við hinn köttinn minn hann Felix en hann er líka inniköttur og GELDUR! Dýralæknirinn sagði að það gæti verið að það hafi orðið mistök við geltinguna og hann gæti kannski eignast börn. En ég fæ víst ekki að vita það með vissu fyrr en þegar kettlingarnir fæðast. Mjög ólíkt litaðir foreldrar. Ég var ekkert að flýta mér að setja læðuna mína á pilluna vegna þess að ég hélt að hún gæti hvort sem er ekkert orðið kettlingafull. Mér hlakkar samt mjög til að hún eignast kettlinga en það er þó um 50 dagar í það. En þetta sýnir bara hvað lífið getur komið manni á óvart :) :)