Tröllvaxið vandamál Komið sæl hugarar góðir.

Ástæða fyrir grein minni er sú að ég og eiginmaðurinn erum að flytja til Danmerkur á laugardaginn, en áttuðum okkur ekki á nýbreyttum dýraflutningareglum til Norðurlandanna.

Í stuttu máli er sagan sú að við misstum húsnæði okkar hérna og á sama tíma var manninum boðið virkilega vellaunuð vinna með fríu húsnæði í Danmörku. Að sjálfsögðu tókum við boðinu og þar sem maðurinn minn vann fyrir nærri ári síðan í því landi bjuggumst við að það yrði jafn auðvelt að flytja köttinn okkar (Trölla) og þegar hann flutti læðuna sína (sem því miður lést úti). Þegar við fórum að grennslast fyrir um málin (tek fram að fresturinn sem við höfðum frá því að fara héðan og byrja að vinna í Danmörku var eingöngu 10 dagar) kom hins vegar í ljós að núna þarf ekki bara að sprauta Trölla fyrir hundaæði ásamt venjulegu sprautunum, heldur þarf hann að vera í sóttkví í 3 vikur. Eins og við má búast var okkur brugðið því við getum ekki beðið í 3 vikur til að flytja út, og því miður er tvenns konar ofnæmi í okkar fjölskyldu; kattapróteinofnæmi mín megin og “andlegt ofnæmi” hinum megin.

Vitið þið eitthvað ráð til að aðstoða okkur í þessari hræðilegu krísu? Málin eru þannig að við getum ekki beðið sjálf eftir til að fá heilbrigðisvottorðið og flutt hann Trölla með okkur, og fjölskyldumeðlimir að farast úr ofnæmi hvort sem það sé vegna viðurkennds eða andlegs ofnæmis?

Er einhver staður þar sem hægt er að geyma ketti á meðan sóttkví stendur?

Ef þið vitið eitthvað ráð, endilega látið okkur vita því við getum einfaldlega ekki hugsað okkur að svæfa litla engilinn okkar.

Með von um hjálp,

Abigel