Eruð þið búin að lesa eina lífsreynslusöguna í nýjasta blaði Vikunnar? Það er um stelpu sem var vel við ketti, hún var á sveitabæ og þau fengu sér læðu sem stelpunni fannst vera grimm og fráhrindandi. Hún þorði ekki að klappa henni ef hún skyldi geta ráðist á sig, því það var eitthvað við augnaráð læðunnar.

svo einn daginn var stelpan að lesa blöð og bækur í ró og næði og finnur á sér að kötturinn situr á stól á móti sér og starir á hana. Stelpan byrjar að horfa á læðuna á móti. Læðan lygnir aftur augunum nokkrum sinnum og stelpan fer að gera það sama. Þær gera þetta nokkrum sinnum þangað til kötturinn stekkur upp í fangið á henni og byrjar að mala!

Þetta kallaði stelpan friðarmerki katta. Uppfrá þessu verndaði kötturinn stelpuna í einu og öllu…læðan réðst á þá sem voru frekir við stelpuna!!!! Þessir kettir eru sko gáfaði