3 yndislega kettlinga vantar heimili Ef þig langar í kassavanan, yndislegan, fallegan kettling
þá geturðu sent mér skilaboð og ég get komið þér í samband
við þann sem á kettlingana :)
Þeir voru fæddir á páskadag og eru því um 2ja mánaða gamlir.
Þeir eru rosalega sætir (eins og allir kettlingar eru nú reyndar)
Einn þeirra er með svona pínu eins og blettatígur-munstur frekar
dökkur á lit, það er læða. Svo eru hinir svipaðir en með meira hvítan lit, það eru læða og fress.

Sem sagt eru þetta mestu dúllur í heimi!
Ef ég gæti þá myndi ég taka þá alla, en ég á einn fress sem er svo
eigingjarn á mig að hann myndi aldrei höndla það :)

Endilega hafið samband ef þið getið og hafið áhuga á að fá kettling.

kv.lakkris