HAMSTRAEIGENDUR   ATH !
——————————————————————-
ég veit að þetta er kisuáhugmálið en það er ekkert hamstraáhugamál!
——————————————————————-

Hafiði einhver tíman haldið að hamstrarnir ykkar væru dauðir á vetruna því þeir væru hreyfingalausir og kaldir ?

það þarf ekkert eindilega að vera rétt !
því að hamstrar leggjast stundum i vetrardvala eins og mörg önnur dýr. Mjög margir hamstrar hafa verið grafnir LIFANDI, vegna þess að fólkið hefur haldið að þeir væru dauðir !

Þannig að næsta vetur verðið að athuga ALVEG…
vera alveg viss um að hamsturinn/hamstrarnir séu dánir !

————————
ÞETTA VAR Á PETSTORE.is

Í nýlegum Amerískum sjónvarpsþætti sem fjallar um dýralækningar var sagt frá því að algengt sé að hamstraeigendur mistúlki hegðun hjá hömstrum sem getur verið fullkomlega eðlileg. Stundum lítur út fyrir að hamsturinn hafi dáið, hann er kaldur viðkomu og hreyfingarlaus.

Þegar mjög kalt er úti, virðast hamstrar stundum skynja það á þann hátt að þeir leggjast í vetrardvala. Þá sofna þeir, líkamshiti þeirra lækkar og þeir hreyfa sig ekkert. Þeir virðast dauðir !

Staðreyndin getur verið þveröfug og fullkomlega eðlileg.

Áður en þú ferð að jarða hann skaltu ganga úr skugga um að hamsturinn sé örugglega dauður. Láttu blása á hann hæfilega heitu loftu t.d. með hárblásara eða láttu hann á stað við ofn sem gefur frá sér notalega varma. Loftblásturinn má auðvitað ekki vera of heitur, aðeins svo mikið að þér finnist hann líka notalegur

Ef hamsturinn hefur ekki sýnt nein sjúkdómseinkenni áður og er ennþá innan eðlilegra aldursmarka (3 ár) eru líkur á því að hann hafi skyndilega fallið í vetrardvala vega kulda utandyra sem hann hefur skynjað. Þegar hann hefur hitnað upp aftur þá getur meira en verið að hann vakni og allt verði í lagi að nýju.