Er hér með eina litla spurningu. Málið er að kötturinn minn, sem er læða ca. 5-7 ára, fer svo svakalega úr hárum að ryksugan hefur ekki undan. Ef ég tek létt í feldinn á henni þá fæ ég alltaf lófafylli af hárum. Er búinn að hafa hana á þurrfæði en það hefur lítil áhrif. Getur einhver gefið mér ráð?

PS. Ég hef tvo kosti eins og staðan er núna, annaðhvort að losa mig við köttinn eða finna mér nýja konu, þið skiljið.