Geta kettir verið ofvirkir? Mig grunar það að kötturinn minn sé það.. Stundum stoppar hann bara ekki.. Hleypur útum allt, tekur þessi svaka tillhlaup og hoppar svo uppá borð eða hillur og “slædar” sér svona þannig að allt hrynur niður! Ef ég hefði bara tölu á því hvað hann er búin að brjóta mikið af drasli! úff!
Stundum heyrir mar bara allt í einu eitthver svaka læti og þá er hann einn niðri að dunda sér með eitthvað sem hann hefur fundið uppá borði.. Honum tekst að leika sér með geisladiska for crying out loud!
Hann er búin að safna fulltaf drasli saman og ýtir því alltaf undir hillusamstæðu sem við erum með í stofunni, karamellur, peningar, eyrnapinnar, naglaþjalir, spennur, sígarettur.. bara nefndu það.. það er undir hillusamstæðunni okkar.. Og það er ekki eins og dýrið eigi dót! Hann á 3 fullar körfur af dóti!
Svo er líka þetta heiftarlega veiðieðli í honum.. hann stekkur á allt sem hreyfist ;)

eru ykkar kettir svona?