Þannig er mál með vexti að kötturinn minn er alveg afskablega háður mér!
Ef ég er ekki heima yfir nótt þá veit hann ekkert hvernig hann á að haga sér.. þá oftast hengur hann á mömmu.. liggur alveg ofaná henni til þess að passa að hún komist ekki neitt í burtu..
Herbergið mitt er niðrí kjallara og hann sefur alltaf þar.. og þótt að hann sé steinsofandi en heyrir mig fara upp þá drífir hann sig á lappir og eltir mig.. Hann eltir mig útum allt hús.. fram og til baka. Þegar ég er í tölvunni þá stekkur hann alltaf uppá borð og leggst á lyklaborðið. Hann hengur alltaf í eldhúsglugganum og þegar hann sér mig koma heim þá vælir hann og stekkur fram í forstofu til þess að geta tekið á móti mér. Ef ég er bara ein vakandi heima þá hengur hann í mér í sama herbergi í stað þess að vera sofandi eitthverstaðar á góðum stað..
Ég er alls ekki að segja að mér finnist þetta slæmt.. bara er þetta ekkert slæmt fyrir hann, svona álíka og með börnin.. ef ég þarf t.d að skreppa eitthvert í lengri tima?