Ég veit að þetta er kattasíðan en mig sárvantar ráð:

Ég er að passa 2 naggrísi. Það er svo mikið hljóð í þeim og ég veit ekkert hvernig þeim líður þegar þeir “hrína” svona. Líður þeim illa hjá mér? Þeir klára matinn sinn daglega og eru mjög fljótir með vatnið. Þeir hljóta að sakna eigandans, því það heyrist ekki svona mikið í þeim þegar eigandinn er með þá. Þetta eru yndisleg dýr sem eru kyrr í fanginu hjá manni og maður gæti sofnað með þessi mjúku kríli í fanginu og vaknað með þau ennþá í fanginu. Getur einhver gefið góð ráð??? Einhver sem hefur átt naggrís? Þetta eru rosasæt kríli