Ég á þrjár kisur, tvö systkin og einn frænda þeirra. Þannig er
mál með vexti að frændinn (sem heitir Gormur) er blanda af
venjulegum húsketti (=mamman) en faðernið er ekki alveg á
hreinu. Gormur er nefnilega frekar smávaxinn köttur, með
lappir í styttri kantinum og mjög loðinn, sérstaklega skottið
(hann er algert krútt!).

Ein frænka mín sagði að líklegast væri pabbinn norskur
skógarköttur, því hennar kisa sem var norsk, var mjög lík
honum í útliti. En þær norsku skógarkisur sem ég hef séð,
hafa allar verið stórar og langar og mikið loðnari, en ekki
svona dvergagerpi eins og Gormur er. Hvað haldið þið.

Þá er það Guðmundur, sem er líka ein af kisunum mínum.
Eins og sumir hérna muna, þá lærbrotnaði greyið fyrir mánuði
síðan, en ég og kallinn minn sendum hann í aðgerð upp á 30
þúsund kall. Ég sé ekkert eftir því, en greyið má ekkert fara út
fyrr en í júlí. Svo er svæðið í kringum naglann sem hann er
með í lærbeininu farið að bólgna og við höfum þurft að fara
með hann einu sinni til læknis að láta tappa af þessari bólgu
(bjakk, það var eiginlega bara blóð í þessu). Það á þó að
hætta þegar naglinn verður fjarlægður eftir einn mánuð.

Þannig er nú það. Svo man ég eftir einu í viðbót. Læðan hans
mágs míns gaut fyrir viku síðan og það voru heil ÁTTA stykki
kettlingar sem komu úr henni. Það dapurlega er að
dýralæknirinn sagði að það yrði að svæfa a.m.k. fjóra strax, því
læðan myndi drepast af því að hafa átta kettlinga á spena.
Þetta er MJÖG ósanngjarnt, er engin staður sem getur tekið á
móti þessum litlu greyjum? Kattholt eða eitthvað? Þeir eru
svo sætir.

refur kisuvinu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil