Ég fæ kettling þegar ég er búinn í skólanum og var að hugsa hvort þið hefðuð einhverjar hugmyndir um heimagert dót eða bæli handa kettlingnum til að undirbúa komu hans?
Ég er nú þegar búin að búa til ferðabúr sem ég ætla að nota þegar ég næ í hann, það er bara venjulegur kassi sem ég skar op á að framan og málaði hann rauðan…svo ætla ég að skrifa nafnið á kettlingnum fyrir ofan opið :D
Svo gerði ég einnig leikfang úr hvítum fjöðrum sem ég hef fundið í veiðiferðum mínum (ég þvoði þær auðvitað vel áður) og setti teygju utanum þær og teipaði þær síðan fastar saman við band sem ég dingla svo fyrir kettlinginn og hann reynir að ráðast á þetta :)

Takk fyrirfram!


PS: Ég ætla að láta það fylgja að ég er að kaupa ódýran kattakassa! Endilega sendið mér skilaboð eða svarið greininni!