Jei, kisan átti loksins í gær 25.mai. :) :) :) Hún var búin að vera horfin frá því um morguninn og við héldum bara að hún hefði farið út að gjóta. En svo í gærkveldi þegar við ætluðum að fara út þá stökk hún fram úr þvottarhúsinu og var búin að gjóta. Þá fórum við að leita að kettlingunum, og heyrðum bara mjálm í einum kisa :(
Þeir voru þá á bak við svona hillu sem er alveg við gólfið og nær svona upp að bringu, og hún var búin að eiga þá alveg út í endanum, neðst á gólfinu. Svo við þurtum að skrúfa spítuna frá sem var á hillunni, og þá var hún búin að eignast 5 kettlinga :) en það var einn dáinn :( :( :(
Og þeir eru alveg æðislegir og enginn svo alveg eins. Einn er hvítur og grár á höfðinu og rófunni og svo pínulítinn blett á bakinu. Svo er einn grábröndóttur. Svo er einn svartur á búknum en röndóttur á rófunni og afturlöppunum og á hálsinum að aðeins á höfðinu og svo hvítur í framan:) og svo er sá fjórði alveg kolbikasvartur nema hann er hvítur á hökunni og loppunum svona alveg neðst :)
Vildi bara segja ykkur þessar æðislegu fréttir :)

kv.
spotta