ég hef átt nokkra ketti er því nokkuð “expirenced” í köttum.
fyrsti kötturinn minn hér gosi og var alveg skjannahvítur á lit og með blá augu….. ég fót mað hann stundum niður í fjöru
(etta gerist í vestmannaeyjum) og leyfði honum stundum að leika sér þar, ég á meiri segja málverk sem frænka mín gerði af mér haldandi á gosa. En svo einn daginn að ég kem úr skólanum þá eru 2 stelpur heima og þær segjat hafa fundið gosa dáinn á götunni eftir að einhvert fífl keyrði yfir hann og stakk af en stelpurnar sáu etta og reyndu að hjálpa gosa en það var of seint.
ég grét í dag því þetta var mjög góð kisa…..

En svo 2 árum seinna fengum við gefins kött og gáfum henni nafnið Píla (mömmu fannst etta gott nafn). Píla var grá og hvít á litinn og algjör ærslabelgur. Hún fór oft út og einu sinni kom hún ekki heim í 4 daga, ég hélt að einhvað væri að þá kemur kisa inn um gluggan alveg grindhoruð og mjög drullug. svo líða mánuðir, þá kem ég heim og þá er Píla búin að fæða 2 kettlinga (svo hún fór á smá kelerí :))þetta voru fress og læða og við skírðum fressinn sem var svartur og hvítur á litinn goss (eftir gosa), læðuna Bröndu því hún var sonna bröndótt hehe. Píla fæddi í skóskápnum okkar :Þ éeg og mamma hjálpuðum henni að færa kettlingana. ohhh finnst ykkur þeir ekki svo mikið krútt þegar þeir eru sonna blindir og litlir og mjálma eftir mömmunni ohhh :) Eftir ár hverfur Píla aftur í 4 daga og kemur aftur alveg haugdrullug. Og viti menn hún fæðir 6 kettlinga (aðal læðan í heimey he he) en þetta kom á vondum tíma því ég og mamma vorum að flytja í hafnarfjörð þannig að við gáfum þau öll til mjög góðrar vinfjölskyldu sem við þekktum.Eftir sonna 2 ár fengum við kött frá bróðir mínum hún heitir Lúna og er alveg fjörkálfur. Sefur alltaf hjá mér, vakir með mér, borðar á sama tíma og ég og sofnar alltaf þegar ég sofna eða fer í burtu hehe

sonna er katta sagan mín í heildina

kallinn

hvað finnst ykkur ?
og engar neikvæðar skoðanir !