Ég vil bara taka það fyrst fram að ég er ekki viss hvort þetta á heima hérna eða á korknum svo að það verði ekki einhver skítköst.

Ég er búin að eiga kisuna mína hana Trítlu í næstum tvö ár og hún hefur alltaf verið útiköttur. Nú er ég að fara að flytja frekar langt í burtu og þá þarf kisi að venjast nýju umhverfi. Ég á kattaról og fór með hana oft út í henni þegar hún var kettlingur, er það gott að fara með hana fyrstu vikuna út í henni? Hún er heldur ekkert svakalega hrifin af henni og reynir að snúa sig úr henni svo er það algjör martröð að koma henni í hana. Á ég bara að leyfa henni að fara einni út eða á ég að leyfi henni að kanna umhverfið fyrst? Hún er algjör skræfa og ef hún fer of langt þorir hún ekki til baka!

Við erum að fara að flytja í blokk með sérinngangi fyrir okkar íbúð, ég er frekar stressuð að hún fari að fara innum glugga á öðrum íbúðum. Er hægt að banna okkur að hafa hana ef það er sérinngangur á íbúðinni.

Við verðum fyrst að flytja inní blokkina þannig að það verður ennþá verið að byggja þegar við flytjum inn. Það verur samt engar svakalegar framkvæmdir en getur kisa orðið hrædd ein heima ef það verða einhver læti?

Við erum að flytja í aðeins minna hús þannig að ég verð að vera með kattarsandinn hennar, matinn og klórustaurinn inni hjá mér sem ég er alveg sátt við þar sem ég á hana, en er það einhver leið til að láta kisudótið vera minna áberandi þar sem hún er dugleg að sulla með vatnið og það kemur mylsna úr matnum hennar, svo eru alltaf einhverjar svaka framkvæmdir í kassanum hennar þannig að sandurinn fer um öll gólf og innanhúsarkitekt mældi ekki með klórustaurnum sem skreytingu. Svo er annað, lyktin úr sandkassanum, ég sigta hann einu sinni á dag en það kemur fyrir að hún er búin að vera í honum þegar ég er ekki heima og það er alveg ógeðsleg lykt sem maður losnar ekki við, ég hef prófað reykelsi en ég fæ svo mikinn hausverk af því. Það er ekkert svakalega skemmtileg að bjóða einhverjum inn til sín og lyktin er hreint og beint ógeðsleg!

Ég vona að ég fái einhver svör við þessum spurningum þar sem ég er algjör snyrtipinni og þoli ekki drasl og annað sem gerir herbergið sóðalegt.
Kv.Emilia