Ég var að lesa á heimasíðu Dýralæknastofu Dagfinns, spurningu.. sem ég er að hugsa um að posta bara hér…

——————————————————————-
Sæll geta kettir verið með asma? Ég á tvær inni kisur sem eru rúmlega eins árs. Önnur þeirra er óð í að leika með ákveðið band og vælir klukkutímum saman þar til ég kem með bandið. Þegar ég hef látið hann hlaupa í dágóða stund þá byrjar hann að anda mjög hratt með opin munninn og tunguna lafandi út. En hann hættir ekki að elta bandið fyrr en ég fel það. Þegar ég er hættur liggur hann á gólfinu og andar eins og segir hér fyrir ofan, ef hann stendur upp þá labbar hann mest 3 skref og hlammar sér svo á gólfið, eins og hún hafi ekki orku í að labba meira. Þessi köttur lítur mjög vel út, ég hefði frekar haldið að hinn væri svona því hann er feitur.

Svar: Þetta hljómar meira sem gæti verið hjartagalli eða óvenjulega mikið stress… Láttu líta á hann hjá dýralækni..
——————————————————————-

Málið er að kötturinn minn lætur alveg eins, en það er bara þegar hann er mjög þreyttur, hann vill leika sér alveg á fullu, kann bara ekki að hætta fyrren ég tek dótið og fel það..
Og já þetta kemur bara þegar ég er að leika við hann.. ekki þegar hann er bara einn að dunda sér!
Hann andar bara svona eins og hundar anda venjulega..
Og ég veit um annan kött sem gerir þetta líka.. ég hélt þetta væri bara að kötturinn minn væri svona þreyttur en nú er ég farin að halda að þetta sé hjartagalli!! ;(
ég vona svo innilega ekki..

eru ykkar kettir líka svona?