Fyrir sirka mánuði síðan gerðist svoldið leiðinlegt atvik en það var það að ég fann dauðan snjótittling (heilan) undir rúmi hjá mér. Þannig var að kisan mín Jenna hafði komist út á svalir og sá þennan girnilega fugl. Ég sagði mömmu frá þessu og hún var ekki mjög ánægð, hún segði að ef þetta yrði svona þyrfti Jenna að fara.

Ég hafði miklar áhyggjur af þessu en Jenna gerði enga frekari tilraunir til að ná sér í fugl í matinn. Þangað til í gær. Þegar ég kom heim úr skólanum blöstu við mér fjaðrir út um alla íbúð, aðalega samt í mínu herbergi inn á gangi og í herbergi bróður míns. Mér brá ofsalega við þessa sjón en þreif þetta upp og sagði mömmu frá þessu. Hún sagði að það væri eins gott að þetta myndi ekki gerast aftur því að henni er als ekki vel við þetta.

En í dag kom ég aftur heim úr skólanum en það voru aftur komnar helling af fjöðrum og blóð á gólfið hjá litla bróður mínum. Ég þori ekki að segja mömmu því ég er svo hrædd um að hún missi þolinmæðina og láti Jennu fara en mér þykir svo geðveikt vænt um hana að það myndi drepa mig.

Svo núna spyr ég er eikkur með ráð sem getur hjálpað mér að venja hana af þessu, ég veit ekki um neitt sérstakt.
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?