Halló
Ég er með kisuofnæmi, mér finnst kettir samt voða sætir og dúllur og allt það.
Mig langaði eiginlega að sjá viðhorf kattaeigenda til ofnæmisfólks.
Mér fannst mjög sárt þegar köttur slapp inn í bílskúrinn minn og drap næstum kanínurnar mínar úr hræðslu.
Svo voru oft lausir kettir í garðinum mínum, nánast alltaf ólarlausir og þar sem ég er með ofnæmi get ég ekki gert mikið í því.
Eftir að hundur kom á heimilið þá er aldrei núna köttur í garðinum(sem er eiginlega gott af því að ég vorkenndi svo fuglunum þegar kettir klifra upp í trén og reyna að ná í fuglana).

Vinsamlegast segið ykkar skoðanir og
verið endilega gagnrýnin.