Mikið gladdi það mig mikið þegar ég leit aftan á morgunblaðið og sá drög að nýrri kattarsamþykt í reykjavík.
Þar segir m.a.

“Reykvískir fresskettir, sem eru eldri en sex mánaða og fá að ganga lausir utandyra, verða geldir, allir kettir verða örmerktir og kattaeigendur verða skuldbundnir til að láta ormahreinsa kettina árlega. Þá verða eigendur að útvega sér tryggingu hjá tryggingarfélagi vegna tjóns sem kettirnir kunna að valda á „mönnum, dýrum, gróðri og munum“.” (tekið af mbl.is)

Önnur drög í samþykktinni eru m.a.
- að óheimilt verður að halda ketti í fjölbýlishúsum ef kattarhaldið veldur sjúkdómum hjá nágrönnum
- Umhverfis og heilbrigðisstofnum mun halda utan um skráningar á örmerktum köttum
- kettir skulu einnieg bera hálsól með upplýsingum um heimilsfang eigenda og símanúmer
- Starfsmenn borgarinnar mega fanga ketti ef þeir eru ómerktir, ítrekað hafi verið kvartað undan ágangi þeirra eða hann er inni hjá nágranna í leyfisleysi.
- Eigendum ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjölllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru þeirra. (tekið úr morgunblaðinu)

Ég segi nú bara EINS OG TALAÐ FRÁ MÍNU HJARTA, það er ekki liðinn langur tími síðan ég skrifaði grein hérna um svipað efni, þar sem að “sumir” voru hreint ekki sammála mér, þó að flestir væru það reyndar. Það er mín von að þetta nái fram að ganga því að það er löngu orðið tímabært að kettir hætti að vera einhversskonar súkkilaðibollur í íslenskri dýraflóru