Hinn frægi kattarþvottur er ekki bara til
að fullnægja hreinlætiskröfum. Þessar sífelldu
sleikjur, sem fjarlægja vissulega ryk, óhreinindi
og matarleifar úr feldinum, erta kirtla undir
húðinni sem mýkja feldinn og vatnsverja hann.
Auk þess nær dýrið þá að krækja sér í örlítið
af lífsnauðsynlegu A-vítamíni sem verður til
í feldinum fyrir áhrif sólarljóssins. En
“hreinlætisæði” katta tengist einnig hitatemprun
líkamans. Þar sem feldurinn kemur í veg fyrir
að kötturinn geti svitnað sér munnvatnið um
kælinguna í stað svitans. Þessvegna “þvo”
kettir sér afar vandlega þegar heitt er í
veðri en einnig að loknu erfiði einsog veiðum,
leik og áti. Síðast en ekki síst losa þeir
sig með þvottinum við laus hár og sníkjudýr úr feldinum.
Gera má ráð fyrir að sleikjurnar örvi hárvöxt.