Kettir eru sannkallaðar vöðvavélar sem þarfnast
mikillar og nákvæmrar umhirðu. Sérhver köttur er
með yfir fimm hundruð vöðva en maðurinn aðeins sex
hundruð og fimmtíu þó hann sé miklu stærri. Stærstu
vöðvar kattarins hreyfa kraftmikla afturfæturna en,
það eru líka töggur í hnakkanum og framfótunum, sem
skiptir miklu máli við veiðar.
Auk þver-rákóttu vöðvanna sem lúta stjórn heilans,
eru einnig fjölmargir sléttir vöðvar sem eiga hlut
að stjórn innri líffæra. Þegar kettir eru búnir að
sofa lengi og liggja hreyfingarlausir tímunum saman,
teygja þeir rækilega úr sér til að koma í veg fyrir
hugsanlegar vöðvaskemmdir.