Eftir mökun bregða læður á afar undarlegan
og hörkulegan eftirleik. Meðan á sáðlátinu
stendur gefa þær frá sér hvellt óp og rífa
sig eldsnöggt, nánast með sprengikrafti frá
högnanum og snúa sér síðan gegn honum í ofsabræði.
Þessi róttæku “sinnaskipti” gagnvart þeim sem þær
hafa eðlað sig með skapa þeim sérstöðu í gjörvöllu
(hús)-dýraríkinu. En þessi kynlega hegðun er ef til
vill skiljanlegri þegar “högnareður” er skoðaður.
Kóngurinn er alsettur göddum, sem hljóta að valda
ákafri, ef ekki beinlínis sársaukafullri ertingu í
leggöngum læðunnar.
Að baki liggur þó engin pyntingarhvöt heldur gegnir
þessi umbúnaður mikilvægum líffræðilegum tilgangi.
Af áreitinu í leggöngunum rísa nefnilega boðaföll
af tauga og hormónaviðbrögðum sem lýkur (um það bil
einum sólarhing eftir mökun) með egglosi þanig að
frjóvgun getur átt sér stað. Að mökun lokinni
veltir læðan sér malandi á jörðinni og glefsar
frekjulega til elskhugans sem bíður í grenndinni
eftir næsta tækifæri til að byrja leikinn á ný.