Kisan mín er nýfarin að koma inn með mýs, og þá eru þær alltaf lifandi! Er það venjulegt? Svo þegar að hún er búin að koma músinni út í horn og hún kemst ekki neitt þá andar hún hátt á hana:S

Er það gert til að hræða músina eða er kötturinn minn bara eitthvað skrýtinn?

Ég er vön að leyfa kisunni minni ekki að fara út á nóttinni en upp á síðkastið hefur hún tekið upp á að vekja mömmu mína um miðja nótt og lætur hana ekki í friði fyrr en hún opnar gluggan fyrir henni. Ef að mamma opnar gluggan kemur hún ALLTAF inn með mús. Svo ef að mamma lokar hurðinni sinni þá vælir hún fyrir utan hurðina sem heldur fyrir mér vöku.

Er ekki allt í lagi að loka kisu inní þvottahúsi með dóti, mat, kattasandi og stað til þess að sofa á?

Svo vælir hún inní þvottahúsi þannig að ég fæ samviskubit og það virkar ekki einu sinni að loka inn til mín, ég heyri samt!

Getiði sagt mér hvernig ég get fengið köttinn minn til að hætta að vekja okkur og vera inni á nóttinni væri það mjög vel þegið, ég er ekki búin að sofa vel í viku!

Og geriði það ekki koma með nein skítköst á þetta eða að þetta sé illa skrifað eða eitthvað því að ég hef aldrei skrifað grein áður.


I HAVE SPOKEN