Kisan mín kemst ekki með mér.... Málið er að ég og fjölskyldan mín erum að flytja úr Einbýlishúsi í blokk á 4 hæð, Kötturinn minn kemst ekki með okkur því miður… Við erum búin að spyrja alla sem okkur dettur í hug hvor einhver vill eiga hann. Búin að auglýsa hann í Fréttablaðinu og DV

Við viljum alls ekki lóa honum en við munum neyðast til þess ef við finnum ekkert heimili.

Þess vegna er ég að skrifa þessa grein, ég er að vona að einhver hérna á huga vill ættleiða hann.

Snúður er svartur og hvítur 4 ára geldur fress. Hann er alveg afskaplega kelinn og blíður en getur stundum líka verið rosalegur orkubolti. Hann er útiköttur og hefur verið það síðan hann var kettlingur. Hann er einning mjög hraustur og í rauninni stæltur :) Vel upp alinn, hann stekkur aldrei upp á borðin eða klórar sófa eða gardínur.

Snúður er líka alveg rosalega eigingjarn á eiganda þanning að hann kærir sig alls ekki um að það séu tveir kettir á heimilinu. honum er líka illa við ung börn en fyrir utan það er hann alveg afskaplega blíður..

ef einhver hefur áhuga á að ættleiða þennan æðislega högna sendið mér þá skilaboð á huga eða E-mail: Ste_johanna@hotmail.com subject: Kisa litta

nauðsýnlegt að hafa þetta subject svo ég eyði ekki bréfinu.

Ég vona svo innilega að einhver þarna úti vill taka hann því það er svo sárt að þurfa að svæfa hann.

Með fyrirfram þökk

Jóhanna