Húskettir
Uppruni og saga

Eðlismynstur katta, sem myndaðist mjög snemma í þróun nútíma spendýra, var vel heppnað; mjög snemma voru kettir nú þegar orðnir eins og þeir eru í dag á þeim tíma þegar önnur nútíma spendýr voru tæplega þekkjanleg. Þeir birtust fyrst snemma í plíósen tímabilinu (seinasta tímabilið í tertíer tímabilinu) og hvað lítið breyst síðan.

Tamning

Þótt að uppruni kattarins sé hulinn í fyrndinni, þá á húskötturinn sögu sem nær allt 3500 aftur í tímann til hins forna Egyptalands. Það eru engan raunverulegar sannanir um tamningu katta fyrr en 1500 f.Kr., en það gæti vel hafa gerst fyrr. Þó svo að kötturinn var talinn heilagt dýr á 5 og 6 keisaraöld (c. 2465-c. 2150 f.Kr), þýðir það ekki að hann hafi verið taminn. Það er líklegt að Egytar hafi tamið ketti útaf hæfni þeirra til að halda nagdýrum frá korninu þeirra. Ást þeirra og virðing á þessu villidýri leiddi svo til að það urðu til trúarreglur og hof sem dýrkuðu ketti.
Kettir hafa lengi verið þekktir af öðrum menningarheimum. Veggflísar í Krít frá u.þ.b. 1600 f.Kr. sýndu ketti veidda. Gögn frá myndum og bókmenntum gefa í skyn að húskötturinn hafi verið í Grikklandi frá 5. Öld f.Kr. og í Kína frá 500 f.Kr. Í Indlandi voru kettir nefndir í sanskrít ritum um 100 f.Kr. á meðan Arabalöndin og Japan þekktu ekki köttinn fyrr en 600 e.Kr.
Elstu gögn um ketti í Bretlandi eru frá 936 e.Kr. þegar Howel Dda, prins af suður-mið Wales, gerði lög þeim til verndunar.

Þótt allir kettir séu líkir í útliti, er erfitt að rekja uppruna einstakra tegunda. Þar sem “Tabby” lík auðkenni sjást í teikningum og múmíum af forn Egypskum köttum, getur verið að nútíma Tabby kettir séu afkomendur heilögu kattanna í Egyptalandi. Abyssinian kötturinn líkist einnig myndum og styttum af Egypskum köttum. Persneskir kettir, sem hafa svipaðan lit og hjá blönduðum tegundum (þótt lengd hársins og bygging séu öðruvísi), var líklega blandaður oft með öðrum tegundum; Skottlausi Manx, hárlausi Sphynx og Krullaði Devon rex, eru stökkbreyttir kettir. Uppruni Persneska og Símams katta er líklega önnur en hjá öðrum húsköttum, líklega hafa verið tamdir villikettir frá Asíu (uppruni Egpska kattarins er talin vera í Afríku). Reyndar er ekkert vitað um uppruna Síams tegunda og það er enginn lifandi tegund katta í Asíu sem gæti verið forfaðir þeirra.

Samskipti við menn

Kötturinn hefur í langan tíma verið hlutverk í trú og göldrum. Í Biblíunni, er köttur bara nefndur í óviðurkenndu bréfi Jeremíasar. Kötturinn skipaði hinsvegar sérstakan sess í trúarbrögðum Egypta og í ýmsum hlutum Asíu. Egyptar höfðu gyðju með kattarhaus sem hét Bast. Þúsundir katta múmía hafa verið fundnar í Egyptalandi, og þar voru jafnvel músamúmíur, líklega ætlaðar sem matur fyrir kettina. Oft hefur kötturinn verið tengdur við særingar og galdra, og hjátrúar varðandi ketti eru óteljandi. Svartir kettir hafa lengi verið taldir hafa ofurnáttúrulega krafta og verið tengdir nornum. Í gegnum tíðina, hafa kettir orðið fyrir ofbeldi meira en kannski önnur dýr.

Kötturinn kemur einnig mikið fyrir í barnagælum, sögum og vísum. T.d. enska goðsögnin um Dick Whittington og köttinn hans og sagan um jólaköttinn. Rithöfundarnir Théophile Gautier og Charles Baudelaire vottuðu kettinum virðingu og á 20. öldinni skrifuðu t.d. Rudyard Kipling, Colette og T.S. Eliot um ketti.

Framhald síðar…
Just ask yourself: WWCD!