Þannig var það að hann Hermann minn var afmælisgjöf frá vinkonu mömmu minnar til mömmu minnar. Hann var alveg indæliskisi. Norskur skógarköttur, frekar lítill, svartur með hvítann maga og í hvítum sokkum, leit s.s. alveg eins út og Sylfester sem er alltaf að elta Tweetee í teiknimyndunum. Þess vegna bættum við Sylfester aftan á nafnið hans, Hermann Sylfester. Hann gerði það alltaf á veturnar að hann kom inn til mín þegar ég var sofandi og sleikti mig í framan og vakti mig en oftast svaf hann bara upp í hjá mér og yljaði mér á tánum. Svo var hann rosa latur, svaf helst allan daginn. Svo í hvert einasta skipti sem ég fór eitthvert í lengri tíma en eina viku þá veiddi hann fugl handa mér og setti hann undið rúmið hjá mér. En núna kem ég mér að efninu.
Eftir að ég eignaðist litla sæta systur þann 30. apríl 2003 þá varð hann svo afbrýðissamur því þá fékk systir mín alla þá athygli sem hann fékk venjulega.
Það endaði með því að við þurftum að lóa honum því honum var farið að líða hrikalega illa. Risastór köttur var alltaf að ráðast á hann og taka af honum garðinn okkar og hann var kominn með risa graftarkýli á ennið.
Svo einn daginn þegar ég kom heim úr skólanum þá sasgði mamma mín mér að við þyrftum að lóa honum sama þag og stjúppabbi minn var á leiðinni úr vinnunni til þess að fara með hann til dýralæknisins. Ég fékk ekki að koma með því mamma mín taldi að það væri of erfitt fyrir mig að sjá hann svæfðann og ég er fegin að ég fór ekki með.
Og alltaf eftir þennan dag fáum við fjölskyldan sting í hjartað þegar við hugsum um hann Hermann Sylfester en ég ætla ekki að hafa þessa grein lengri því ég er komin með tár í augun af því að hugsa um köttinn minn.
just sayin'