Ég vona að þið hérna á huga geta kannski gefið mér smá ráð, þannig er að ég á alveg yndislega kisu sem er 10 vikna, og í hvert skipti sem ég eða kærastinn minn (sem á kisu með mér) ætla að klappa henni þá snýst hún á bakið, heldur um hendina á manni með klónum (mjög fast) og býtur og þetta er farið að verða mjög vont. Hún gerði þetta þegar hún var yngri, en miklu lausara, er þetta eðlilegt?? Ég hef átt nokkrar kisur og þær gerðu þetta aldrei. Þetta er alveg örugglega ekki það að hún er hrædd við okkur eða neitt, því hún er alltaf sem næst okkur og sefur hjá okkur, eða oná okkur :-) Er eitthvað hægt að gera til að venja þær af þessu, eða eldist þetta bara af þeim??
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…