Æjæjæj, Snari litli er dáinn :,(
ég fékk hann sko í afmælisgjöf þegar ég var níu ára.Reyndar fékk ég líka Snögg en hann varð fyrir bíl hálfu ári eftir afmælið mitt. Ég flutti í blokk þegar Snari var 1 og hálfs árs og gat ekki tekið hann með mér. En hann er bara búinn að vera hjá ömmu og afa síðan(þau bjuggu á hæðinni fyrir ofan okkur í gamla húsinu, það var sko kjallaraíbúð svo að hann gat verið útikisi þar) og Besla sem er kisan hennar ömmu er búin að vera besta vinkona hans. Hann er samt búinn að vera veikur frekar lengi og á endanum gat hann ekkert borðað því hann ældi því út úr sér. Það hefur oft átt að lóga honum því honum leið svo illa en þá batnaði honum alltaf. Svo bara batnaði honum ekki nógu mikið og það þurfti að svæfa hann. Æj hann er samt búinn að vera alveg æðislegur kisi og ég sakna hans alveg rosalega:,(
Alltaf þegar ég les bók lekur súkkulaði úr Eiffel turninum.