Jæja gott fólk, ég er forvitin að vita hvort ég sé ein um eilítið vandamál eða hvort aðrir hafi lent í því sama….
Þannig er mál með vexti.
Ég á 3ja ára kisu sem fær að vera úti í fyrsta skipti að vori til.
Hún hefur verið innikisa þangað til í október síðastliðinn.
Kisinn minn fær að sofa inni hjá okkur og er þá venjulega mín megin og til fóta, en fyrir nokkrum dögum fann ég fyrir lítilli bólu sem mig klæjaði óskaplega í á lærinu en spáði svosem ekki mikið í því en svo vaknaði ég í gærmorgun með 5 bit á mér!!!
Og ég er að drepast á ristinni því að mig langar svo til að klóra mér og svo er annað bit á hinni löppinni og 3 á lærinu:(
Kærastinn minn fékk eitt bit á magann (frekar stórt og ljótt).
Kisi er örugglega að draga flær inn með sér eða eitthvern óþverra:(
Í gær þvoðum við ALLT á rúminu, sængurnar, koddana,
hlífðardýnuna …. bara allt!! Og kisi fær ekki að sofa inni hjá okkur lengur en ég fékk samt eitt bit á hnéð í morgun :( Kannski var það bara vegna þess að kisi fékk að kúra hjá mér fyrir framan sjónvarpið í gærkveldi….þetta er hræðilegt!!
Ég ætla að setja hann í flóabað í kvöld en mér finnst þetta ömurlegt, því ég er svo vön að knúsa kisa mikið og hann sækir rosalega í mig en ég get ekki hugsað mér að fá fleiri bit á mig því að 8 eru nóg “ég er að kálast”.

Hafið þið lent í þessu??
Hvað get ég gert??
Hvað stendur þetta flóa-bita vesen lengi yfir??

I need help……..

kv.lakkris